Reiðskólinn Hestasnilld
Sonja Noack
Reiðskólinn Hestasnilld var stofnaður haustið 2022.
Hestasnilld er starfandi allt ársins hring.
Vikulega eru 5-8 hópar, með 4-5 börnum hver.
Kennsla fer fram einu sinni í viku í 90 mínútur í senn, og einnig sum í bóklegu,
en þar er bæði sýnikennsla og bóklegt nám.
Einnig er boðið upp á einkakennslu bæði fyrir börn og fullorðna.
Reglulega er boðið upp á hópkennslu fyrir fullorðna sem eru sundurskipt í byrjendur - fyrir þá sem koma sér aftur af stað og fyrir lengra komna.
Reglulega er boðið upp á Tengsl-námskeið sem er fyrir yngsta krakkar (2-5ára) og foreldrar þeirra sem eyða sama góða stund í hesthúsinu og krakkarnir fara á hestbak.
Sonja er fædd og uppalin í Sviss, og hefur verið í hestum frá 9 ára aldri.
Árið 2005 kom hún til Íslands og var í 2 ár á Herríðarhóli, þar sem hún átti frábæran tíma og lærði margt.
Eftir stutt ferðalag aftur til Sviss, hefur hún nánst verið samfleytt á Íslandi frá árinu 2008.
Sonja fór í nám á Hólum og er menntaður tamningamaður FT og reiðkennari.
Hún hefur unnið á mismunandi hestamiðstöðum, eins og Herríðarhóli, Þingeyrum, Feti og Fákshólum.
Hún hefur kennt mikið af börnum og fullorðnum reiðmennsku og starfar í dag
sem yfirreiðkennari fyrir Hestamannafélag Harðar og rekur reiðskólann Hestasnilld.
Sonja leggur mikla áherslu á tengslamyndun milli hests og knapa og að börn og fullorðnir
finni fyrir öryggi í kringum hesta.