Tengsl-námskeið fyrir litla börn og foreldrar - helgarnámskeið 2. / 3. nóvember 2024
Námskeið hefur valdið mikla lukku hjá börnun og foreldrum/ömmum/öfum eða hver sem fylgir barninu í þessum ævintýri ! Gæðastundir til að eyða góða tíma í kringum hestinn. Krakkarnir fá að fara á hestbak og foreldri teymir og eyðu þannig sama verðmætum tími. Einnig er notað tíminn í að kemba og knúsa hestana.
Börn fædd 2019-2021 (2022 geta stundum komast að, fer eftir þroska - sendið bara skilaboð)
Ég er með hesta og reiðtygi.
Foreldri er með til að teyma eða vera á staðnum. Foreldra þurfa ekki að kunna á hesta - góðir hestar og allt verður vel útskýrt
Í góða veðrinu verðum við úti - annars gerum við skemmtilega tímann inni reiðhöllinni.
2 daga námskeið
ætluðum að sleppa kl10 hópnum núna og frekar hafa 14:30 - það má samt senda inn ósk um 10 hópinn ef það væri betra - getum þá sjá aðeins til :)
Hópur 1: kl 11:30-12:30
Hópur 2: kl 14:30-15:30
Laugardagur 2.11.
Sunnudagur 3.11.
Verð 14500kr
Bara fá pláss í boði - litlar hópar.
Skráning á hestasnilld@hestasnilld.is með fullt nafn barnsins - ár fædd - nafn, kt og símanúmer foreldri
Comments